Ég hef ákveðið að hætta að skrifa hérna á ensku og halda mig bara við mitt ylhýra. Það eru fáir sem skoða síðuna og þeir nánast allir frá Íslandi þannig að því ekki?

Þessi síða átti aldrei að vera alþjóðleg og ég veit ekki alveg hvað ég var með í kollinum á sínum tíma þegar ég tók ákvörðunina að færa mig yfir í að skrifa alltaf á ensku. Go figure.

Þannig að já, jæja já meirasegja!

Ég er með nokkrar færslur / greinar sem ég ætla að skrifa hérna fljótlega um allt og ekkert, en ætla að láta þessa færslu duga í bili meðan ég færi vefinn yfir á íslensku aftur.