Á mánudaginn var bolludagur, en samkvæmt venju er oftast bollukaffi hjá mömmu sunnudaginn fyrir bolludag. Árið í ár var engin undantekning.

Við Sunna fórum í heimsókn til mömmu um hálf þrjú og þá var systir mín hún Eva ásamt manni og tveimur yngri börnum sínum mætt á svæðið. Við systkinin hittumst allt of sjaldan og því var yndislegt að sjá hana þarna.

Við gæddum okkur á dýrindis vatnsdeigsbollum sem mamma var með í hrúgu á ofnplötu á borðinu og með þessu heimagerð rabbarbarasulta og brætt súkkulaði.

Það er líka fínt að þetta var um helgina en ekki í gær þar sem við Sunna erum að reyna að taka okkur á og mánudagurinn var fyrsti dagurinn á nýju plani sem við erum að reyna að setja saman.

Svo fórum við loks í ræktina eftir laaaaangan tíma þarna á mánudaginn, en það fylgir þó sögunni að okkur gekk bærilega að takast á við lóðin. Sjálfur lyfti ég í heildina 14.980kg og fann alveg smá fyrir því degi eftir.
Við leyfðum okkur að fara í Sportsdirect og kaupa þar nýjar buxur á mig til að nota í ræktina þar sem ég er böðull á allt sem heitir jogging buxur nú þegar lærin á manni nuddast eins mikið saman og raun ber vitni.

Hér eru nokkrar myndir frá bolludegi.