Lífið, Verkefni

Kaflaskipti

Já, það eru sannarlega komin upp kaflaskipti hjá mér.
Einhverjir hafa eflaust orðið varir við það að það er verið að herða ólar um ýmis fyrirtæki hér á landi og ég lenti í einni slíkri herðingu ef svo mætti að orði komast.

Ég lenti í uppsögn hjá Origo ásamt þó nokkrum öðrum og er því hættur að vinna þar eftir rétt rúmlega 7 og hálft ár í starfi.

Hvað er næst?

Jú, maður lifir ekki á loftinu eintómu þannig að ég er bæði að sækja um vinnur hist og her ásamt því að sinna ljósmynduninni minni á fullu. Það eru bókuð verkefni framundan og því alltaf eitthvað að gera. En það að vera sjálfstæður verktaki er erfitt og tryggir ekki reglulega innkomu í þessum bransa. Ekki enn sem komið er.

Ég er þó bjartsýnn á framtíðina og hlakka til að takast á við hvað það sem á vegi mínum verður næst.

Einkaverkefni

Ég verð að játa það að ég er búinn að vera ansi öflugur í huganum að finna upp á hlutum og skoða margt frá öðrum og nýjum sjónarhornum. Eftir að ég skrifaði þessa færslu hér td. þá er mig búið að langa að bæta vel við hana, taka í pörtum þá staði sem ég hef búið á og byggja upp góða bók með myndum og orðum. Sjálfsævisaga að vissu leiti.

Minnið mitt verður sífellt betra og betra, auk þess sem ég hef góða viskubrunna að sækja í þegar það vantar. Foreldrar mínir eru fullur af sögum af mér úr bernsku og geta líka oft fyllt í gloppur í minninu á mér þegar svo ber upp á. Einnig má ekki gleyma því að ég fæ líka oft að heyra sögur frá öðru sjónarhorni, sem gefur mér enn betri sýn inn í það hvernig persóna ég var á þeim tíma sem viðkomandi saga / minning á sér stað í mínu lífi.

Eitt sem hræðir mig þó við þessa hugsun, eru þær aðstæður sem ég gæti lent í ef ég bara mæti fyrir framan hús einhversstaðar og byrja að mynda það, fólk er eflaust ekki sátt við það og gæti eflaust hringt á lögregluna hreinlega.
Spurning hvort ég hafi ekki samband bara við þá að fyrra bragði, kynni mig og tilkynni þeim að ég verði á vissu svæði að mynda fyrir bók / blogg.
Time will tell

Önnur verkefni

Mig langar rosalega að eiga gott safn af portrait myndum af vinum og ættingjum. Þannig að ef að þú þekkir mig persónulega langar mig að hvetja þig til að hafa samband við mig til að ég geti annað hvort komið til þín og myndað eða að ég fái þig í stúdíóið hjá mér hérna upp á Akranesi.

Svo er ég að hugsa um að gera eitthvað gott hérna uppfrá, mig langar að bæði kynna mig og kynnast öðrum. Þannig að ég er að reyna að finna upp á einhverju skemmtilegu sem tengist ljósmyndun til að koma því ferli í gang.
Ég mun skrifa meira um það hérna þegar það ferli er hafið og mun án efa sýna ykkur myndir sem koma úr því verkefni.

By Axel Rafn

Photographer based in Iceland. Travels all over the country in search of faces, landscapes and happiness.