Það verður seint sagt um mig að ég sé hræddur við nýja hluti, en ferðin sem farin var fyrir rúmri viku reyndi aðeins á þá trú.

Fyrir rétt rúmri viku var farið í ferð inn í Hvalfjörð, ég, Sunna og þrjár frjálsar dömur. Við vorum að leita að lúpínu til að mynda í. Thelma vinkona okkar ætlaði að vera góð og módelast fyrir mig nakin í lúpínunni þar sem ég hef verið með nokkrar myndir í kollinum í nokkur ár sem mig hefur langað að mynda. Með henni í för voru svo tvær vinkonur hennar, Selma og Tinna.

Ég vissi svo sem ekkert hvort eða hvernig þær vinkonurnar ætluðu að módelast á myndum, en til stóð engu að síður að finna fallegt tún með lúpínu og bjóða þeim upp á myndatöku.

Kort af Hvalfirði
Leiðin sem farin var

Við beygðum inn frá Hvalfirði í átt að Þingvöllum um Kjósarskarðsveg og þar eftir augnarblik fundum við æðislegan stað þar sem leyft var að fara inn á. Þar var sambyggður bekkur og borð eins og er oft á picnic stöðum, þar var líka búið að hlaða í eldstæði og nokkrir drumbar voru þar sem sæti í kring um það. Þetta var alveg ofboðslega fallegur staður.

Bíllinn var tæmdur og með í för var stærðarinnar spegill sem þær vinkonurnar ætluðu að nota í myndatökunni hélt ég. Við örkum og fylgjum þarna vegi sem við sáum og töldum að það væri gönguleiðin sem lægi upp í lúpínuna en eftir ágætis göngu áttaði ég mig á því að við værum raun komin framhjá henni og við yrðum að stefna upp hlíðina til að komast í gegnum trén sem voru þarna og í lúpínuna. Og þá hófst ævintýrið fyrir alvöru!

Við fórum upp í smá stund og það reyndi á alla að fara úr því að labba á jafnsléttu og svo beint í að klífa mold og gras upp bratta brekku. Eftir um 5-10 mínútur var ákveðið að stoppa og slaka aðeins á.

Lúpínu ferðin
Kakó athöfnin hjá stelpunum

Stelpurnar þrjár sem ætluðu að módelast voru með hreint kakó sem var unnið á eins hreinan og tæran máta og hægt er. Þetta er hefð sem þær hafa komið sér upp og gerðu þarna í hlíðinni. Meðan þær drukku úr krukkunni kveiktu þær í palo santo og sage sem gerði andrúmsloftið ansi kósý. Okkur Sunnu bauðst að þiggja sopa hjá þeim sem við gerðum, ásamt því að taka þátt í því að lýsa yfir hverju við værum þakklát fyrir þennan dag.

Ég er nú ekki í besta formi en ég gerði mitt besta þegar haldið var áfram upp brekkurnar, en um 30 mínútum seinna vorum við komin upp á topp þessarar hlíðar (eða sem næst því).
Við fundum fallegan stað til að hefja myndatökuna þar sem lúpínan virtist nánast hvergi enda ef ekki væri fyrir að það sást í topp hlíðarinnar.

Förðun
Selma farðar Tinnu fyrir töku

Ég reyndi að ná ýmsum myndum svona “behind the scenes” og þessi hér að ofan fannst mér einstaklega góð, með fossinn (þó vatnslítill sé) í bakgrunni.

Hófst svo myndatakan og sjást hér fyrir neðan þær sem ég valdi til að vinna sjálfur og birta af þeim.

Thelma

Selma

Tinna

Ég verð að játa það að ég átti alls ekki von á því að Tinna og Selma færu úr fötum þar sem þetta var í fyrsta skiptið sem við Sunna hittum þær og fólk á það til að vera frekar feimið svona í fyrsta skiptið. Þær sýndu okkur þennan dag hvað það var að vera frjáls og að skilja einhverjar hömlur bara eftir heima við.

Allar voru þær fallegar og sýndu okkur hvað það er að vera frjáls og að opna hugann aðeins. Það er góð leið til að lifa lífinu.

Eftir þessa ævintýralegu myndatöku þarna efst uppi var ákveðið að halda niður á leið og var tekin bein lína að bílnum í stað þess að fara circa sömu leið og við komum okkur upp, þar sem hún var einna helst til of brött til að fara niður og að hún var barasta mikið lengri!

Þegar við vorum komin niður í kjarrið þar sem girðingin var og bíllinn hinu megin við ákváðum við að taka blóm af lúpínu og mynda þær liggjandi í grasinu. Verandi ekki með stiga eða neitt til að standa á reyndi ég bara að teygja mig hátt og miða blint á þær er þær lágu hver og ein á jörðinni.

Selma á jörðinni

Mér fannst þessar myndir allar takast einstaklega vel og er gríðarlega þakklátur að hafa fengið tækifæri á að mynda þær allar, þó að ég hafi hreinlega gleymt mér í öllu frelsinu, dansinum og gleðinni, til að taka í raun þær örfáu myndir sem ég hafði ætlað mér að taka í upphafi. En svona er þetta, þessar myndir eru margfalt betri en nokkur sem ég var með í kollinum hvort eðer.

Ég læt fylgja hér með mynd af blómarósinni minni og verðandi eiginkonu, Sunnu.

Blómarósin mín