Fyrir þá sem ekki þekkja mig það vel eða þá sem hreinlega ekki vissu, þá er tónlist mér í blóði borin ef svo mætti að orði komast. Ég tengi minningar og tilfinningar gríðarlega mikið við tónlist og nota óspart tónlist til að upplifa tilfinningar og gamlar minningar.

Þar með sagt tilkynni ég hér með að ég ætla að vera með smá tónlistarhorn hérna á vefnum hjá mér þar sem ég tek fyrir eitt og eitt lag, ásamt minningum, tilfinningum eða hverju sem þetta tiltekna lag vekur upp í mér.

Í dag er það nýtt lag sem ég heyrði í fyrsta skiptið í dag, Cosmos með Armin van Buuren.

Þetta lag vekur upp hjá mér depurð en jafnframt einhverja ró þegar ég hlusta á ljúfu rödd hennar Alexandra Badoi sem syngur lagið undir rólegu undirspili Armin.

Textinn er stuttur, rétt eins og lagið, en þegar ég les yfir hann meðan ég hlustar á lagið þá losna ég við depurðina og finn bara ró í kollinum á mér. Textann er hægt að lesa hér undir laginu.

Free your mind
And allow yourself to fly
Look at the stars
Dream in colors
When the music calls you
And longing has penetrated you
Come on in the story
Let's live in the open
Of beautiful
Like a magic cosmos
Woaaa
How pretty
A magic cosmos
uuu
How pretty
A magic cosmos
Woaaa
How pretty
A magic cosmos
uuuu