Nú þarf að spóla til baka ansi mörg ár, ég var á þessum tíma með litað svart hárið með rauðum strípum (a la Palli sko). Var að vinna hjá Aktu Taktu á Sogavegi, en það hús í dag hýsir nú Fiskikónginn held ég.

Ég man að þetta var síðla sumars, styttist í verslunarmannahelgina held ég. Þáverandi vinkona mín bað mig um að koma með sér til Akureyrar þar sem “Ein með öllu” var haldin. Strákurinn sem hún var að deita var víst eitthvað að slá sér upp með annari stelpu þar og vinkonu minni langaði að nappa þau að verki.

Svona í minningunni þá var eðal sól þetta sumar og lítil rigning, lífið var einfaldara og betra. Ég var nefnilega ekki orðinn fullorðinn enn sjáðu til 😉 Ég var ennþá bara ungur og vitlaus.
Í dag er ég bara vitlaus hinsvegar =D