Almennt, Lífið

Nútíma lúxus

Fyrir tveim árum síðan, í dag, keypti ég mér iPhone og það var sá fyrsti sem ég hafði nokkurn tíman átt. Fyrir það hafði ég verið með allskonar Android síma frá hinum og þessum framleiðendum. Mis góðir eins og þeir voru margir. Eini síminn sem var “flaggskip” var Motorola X Force sem ég fékk í gegnum vinnu á sínum tíma. Sá sími fannst mér æðislegur, þar til ég kynntist símanum sem ég keypti mér.

Sá iPhone sem varð fyrir valinu var iPhone 8 Plus, svartur með 64GB í geymslupláss. Mér fannst vissulega verðið vel hátt mv. það sem ég var vanur en ég lét mig hafa það þar sem ástæðan bakvið þetta væri sú að strákurinn minn fékk gefins gamlan iPhone út í Noregi og með því að vera með iPhone sjálfur gætum við notað Facetime þegar okkur langaði.
En mig grunaði aldrei að þetta væri inngangur minn inn í heim Apple á ný.

Betri síma hef ég hreinlega aldrei átt á ævinni, hann hefur aldrei klikkað eða brugðist mér á neinn máta. Alltaf virkað eins og hann var hannaður og aldrei slegið feilpúst. Á þessum tveimur árum hef ég aldrei þurft að refresha símann, sem er eitthvað sem ég gerði nánast tvisvar á ári með alla Android símana mína.

Mín upplifun af þessum fyrsta iPhone síma er sú að ég sé nánast ekkert sem gæti fengið mig til að kaupa mér aftur Android síma, sama hvaða sími það væri.
Strákurinn minn fékk td. í fermingargjöf Samsung Galaxy S10+ sem er búinn að vera með eintómt vesen. Bluetooth tengist ekki við öll tæki og virkar oft illa ef það tengist, þráðlausa netið tengist sjaldnast sjálft og svo eru ýmis önnur vandamál sem valda því að hann þarf að endurræsa símann sinn oft í viku. Það má vel vera að þetta sé eitthvað mánudags eintak, en þetta er hans upplifun af besta og flottasta símanum (þá) frá Samsung.
Ég aftur á móti hef endurræst símann minn mögulega á 3-4 mánaða fresti af því að ég fæ þá flugu í hausinn allt í einu.

Apple virðist kunna að gera þessa premium vöru sem iPhone er og ég kann að meta það. Ég eins og áður sagði held ég haldi mig við iPhone, allavega sem stendur, þar til annað kemur í ljós. Þess má geta að ég hef ekkert á móti Android, hef verið harður aðdáandi og stuðningsmaður Android og Android tækja frá því þau byrjuðu að koma hingað til lands.

En ég er engan vegin að segja þér að fara útí búð og kaupa þér eitt framar en hitt, ég hef alltaf haldið því fram að þú átt að nota það sem þér líkar best við og vinnur best með þér á þann máta sem þú vinnur með. “Use what’s good for you”.

By Axel Rafn

Photographer based in Iceland. Travels all over the country in search of faces, landscapes and happiness.