Almennt, Andlega hliðin, Lífið

Ég hef sagt það áður og segi það enn

Já, þetta hljómar kannski eins og biluð plata, rétt eins og nánast hver annar íslendingur þessa dagana. Ég er með viss loforð sem ég hef gefið sjálfum mér fyrir þetta nýja ár, nýtt upphaf ef svo mætti að orði komast.
Sumt vil ég segja frá, en annað held ég útaf fyrir mig. Margt er hreinlega fyrir geðheilsuna og þar einna fremst er að minnka verulega notkun mína á Facebook og öðrum miðlum þar sem við miðum okkur við aðra og keppumst sífellt í að gera betur en nágrannin fremur en að styðja hvort annað í hverju því sem við erum að ganga í gegnum.
Þess í stað ætla ég að reyna að rækta mig sjálfan og vera meira creative á árinu.

Ég mun vissulega deila áfram efni, td. frá þessari síðu, inn á Facebook. En ég mun annars reyna að nota vefinn sem allra minnst og helst ekki opna í tölvu einu sinni nema það liggi eitthvað annað að baki. Ég er nú þegar búinn að taka út appið af símanum hjá mér.

Persónuleg verkefni

Annað sem ég mun vera duglegur við á árinu er að vera með fleirri persónuleg verkefni í ljósmyndun, ég er að skrifa aðra grein um það samhliða þessari sem ég mun setja á netið fljótlega. Ljósmyndun er svo mikill partur af því sem ég er að ég mun aldrei leggja myndavélina á hilluna. Það mætti í raun segja að ég hafi fundið minn stað í lífinu, því sem mér var ætlaða að vera og gera.

Mynd í header notuð undir CC2 leyfi, upphaflegu myndina er að finna hér.

By Axel Rafn

Photographer based in Iceland. Travels all over the country in search of faces, landscapes and happiness.