Almennt, Greinar

Heiðarlegir viðskiptahættir, eða hvað?

Svona byrjar sagan

Fyrr í dag fékk ég skemmtilegan póst frá fyrirtæki sem ég hélt að myndi ekki leggjast svo lágt að senda spam á fólk. Þetta fyrirtæki hefur verið í heimasíðu bransanum í töluverðan tíma, var á tíma með sitt eigið vefkerfi sem ég veit svosem ekki hvort sé enn í boði, en þeir selja núna aðallega WordPress þjónustu sýnist mér.

Pósturinn sem um ræðir er búinn að vera umræðuefni í ýmsum WordPress grúppum á Facebook sem ég er meðlimur í og það virðist vera að ég hafi fengið breytta útgáfu af póstinum.

Hér er hægt að sjá klausuna sem var upphaflega í póstinum
Hér er hægt að sjá klausuna sem var upphaflega í póstinum

Upphaflega hafði verið talað um í póstinum og staðhæft að viðkomandi vefur væri að keyra gamla útgáfu af WordPress (sem flestir þeirra voru alls ekki) og þú getur rétt ímyndað þér þann ótta sem venjulegt fólk sem fékk þennan póst upplifði með þetta. Seinna breyttist þetta í það sem ég fékk í mínum pósti.

Hér má sjá breyttu útgáfuna af sömu klausu sem var lagfært í
Hér má sjá breyttu útgáfuna af sömu klausu sem var lagfært í

Mín spurning varðandi þessa klausur þarna er, ef þú getur nú ekki séð hvaða útgáfu er verið að keyra, hvernig gastu þá séð að viðkomandi var að nota eldri útgáfu áður? Eru viðskiptahættir þá þannig að það er best að ljúga til að fá fólk í viðskipti? Er það ekki það sama og símasvindlin ganga öll út á? Hringja í varnarlaust fólk og þykjast vera frá Microsoft ofl, að viðkomandi aðili sé í hættu og það kosti visst til að laga hlutina?

Umrætt fyrirtæki er Allra Átta. Ég skammast mín ekkert fyrir að deila því með ykkur enda skal rétt vera rétt, svona vinnubrögð og starfshættir eru fyrir neðan allar hellur.

Facebook samskipti

Ég setti inn færslu á vegg þeirra á Facebook um þetta mál og tjáði þeim að ég væri allt annað en sáttur við að fá svona póst frá þeim, þetta væri óumbeðin auglýsingapóstur og slíkt væri bannað hér á landi. Eftir nokkrar athugasemdir fram og tilbaka, þá var færslunni minni eytt út án nokkurar útskýringar. Ég er hinsvegar ansi sjóaður í netmálum og tók screenshot eftir hvert svar frá mér til að eiga til varnar. Hægt er að sjá það hér.

Skjáskot af samskiptum við fyrirtækið og forstjóra þess á Facebook.
Skjáskot af samskiptum við fyrirtækið
og forstjóra þess á Facebook.

Ég vil svo sem ekki vera með neinar blammeringar með þetta, jú menn gera mistök og allt það. En í þessu tilviki er ansi erfitt að trúa því að fyrirtækið eða forstjóri þess (sem er undirritaður í umræddum pósti) sé ekki meðvitaður um lög og reglur hér á landi fyrir utan GDPR reglugerðina sem allir urðu að fara yfir og lesa til að vera vissir um að þeir væru að fara eftir nýjum lögum og reglugerðum í Evrópu. Hann minnist meira að segja á að innifalið í þjónustu þeirra sé “GDPR Persónuvernd“, hvernig væri þá að fara eftir því sjálfur?

Reglur og lög

Samkvæmt síðu Póst og Fjarskiptastofnunar (sjá hér) eru svona markaðs- og sölupósta sendingar bannaðar. Þess má líka geta að ég hef sjálfur lagt inn kvörtun til þeirra vegna þessa máls.

Lokaorð og pósturinn

Ég læt hér póstinn fylgja með þar sem það er ekkert í póstinum sem meinar mér frá því að setja hann inn. Og ég læt mín loka orð um þetta vera þau að ég mun aldrei mæla með Allra Átta við neinn og ekki mun ég eiga nein viðskipti við þá eftir þetta fíaskó.

Pósturinn sem ég fékk til mín í dag
Pósturinn sem ég fékk til mín í dag

By Axel Rafn

Photographer based in Iceland. Travels all over the country in search of faces, landscapes and happiness.

2 comments

 1. Talandi um að gera úlfalda úr mýflugu hahah

  Svosem fínt að þú hafir þér eitthvað fyrir stafni

  1. Sæll og takk fyrir þetta málefnalega comment við færsluna.
   Ég get þó ekki tekið í sömu strengi og þú með það að það sé einhver mýfluga hér á ferð.

   1. fyrirtæki brýtur lög og reglur með óumbeðnum fjölpósti.
   2. fyrirtæki lýgur í mörgum þessa pósta og hræðir fólk
   3. fyrirtæki eyðir út athugasemd á sínum Facebook vegg þegar það er staðið að þessu.

   Hvar er mýflugan í þessu? Hér er klárlega verið að brjóta lög, á það bara að viðgangast?

Comments are closed.