Greinar, Lightroom, Ljósmyndun

Alltaf lærir maður

Ég rakst á þessa grein á Fstoppers.com og komst að því að ég er víst sekur um þetta sjálfur. Í grófum dráttum fjallar greinin um að ef þú ert með vissar stillingar í export stillingunum hjá þér þá ertu að setja með inní skrárnar sem þú endar með, upplýsingar um hvernig þú vannst myndina, spot removal ofl.

Það skiptir svo sem litlu máli ef þú ert að vinna myndir lítið, en fyrir þá sem nota það sem Lightroom býður upp á mikið, þá gætir þú verið að ljóstra upp þínum leyndarmálum.

Það er mjög fljótlegt að laga þetta og mig langar að deila því með ykkur.

Opnaðu Export spjaldið með því að hægri smella á einhverja mynd og velja “Export” eða með því að fara í File – Export.

Smelltu einu sinni á þann preset sem þú ert að nota og finndu “Metadata” hægra megin í listanum. Breyttu þar yfir í “Copyright Only” eða “Copyright & Contact Info Only”.

Að því loknu hægri smellir þú á þennan sama preset vinstra megin og velur “Update with Current Settings” til að vista þessa breytingu.

Þegar þetta er komið þá ættirðu ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að þú sért að setja út “þín leyndarmál” með exportuðum myndum lengur 😉

By Axel Rafn

Photographer based in Iceland. Travels all over the country in search of faces, landscapes and happiness.