Almennt, Greinar, Lífið

Skrítnar aðstæður

Það hefur nú ekki farið framhjá neinum hvað er í gangi í heiminum. Við erum flest búin að minnka viðveru okkar utan heimilis okkar og förum varlega þegar við förum í búðir þegar okkur er hleypt inn í takmörkuðum hópum.

COVID-19

Já, það er nafnið sem hræðir okkur flest í vöku sem og draumum. Þessi veira sem er búin að hertaka heiminn í hræðslu og ekki að ástæðulausu.

En ég ætla ekki að fara í einhvern hræðsluáróður hérna, ég vil frekar koma með lausnir á því hvernig við getum aðstoðað heiman frá okkur.

Folding@Home

Þetta verkefni var stofnað til að aðstoða vísindamenn við að komast yfir vélarafl sem aðstoða þá við að reikna út ýmis dæmi til að finna mögulega lausnir og lækningar á sjúkdómum á borð við Ebola, Alzheimers, krabbameini ofl. Margar tölvur víðsvegar um heiminn vinna sem ein ofurtölva til að reikna dæmi fyrir rannsóknir.

Það sem er nýtt hjá þeim er að þeir eru að fara að koma COVID-19 reiknidæmum fyrir í kerfinu hjá sér og því getur þú aðstoðað við að flýta mögulega fyrir lausn á þessum vírus og að rannsóknarvinnan verði fyrr unnin, það þýðir jú að bóluefni geti verið komið fyrr út.

Leiðbeiningar

Það eru fín rit á síðunni hjá Folding@home sem hægt er að fara eftir, ef þú ert á Windows tölvu þá er þetta frekar einfalt, þar sem þú sækir og installar einum pakka og búið.
Ef þú vilt aðstoða við þetta og setja upp hjá þér en lendir í einhverju veseni eða þorir ekki einhverju, þá er þér kærlega velkomið að hafa samband við mig og ég get aðstoðað þig úr fjarlægð að setja þetta upp þannig að þú getir gert þitt.

Eftir uppsetningu á hugbúnaðinum þá er hann stilltur á að nota bara CPU, og GPU sé það í boði, þegar þú ert ekki í tölvunni en á meðan hún er í gangi. Þannig getur þú notað hana eins og þér hentar en samt látið gott af þér leiða þegar þú ert ekki í henni, svo framarlega sem þú skiljir hana eftir í gangi utan þess tíma sem þú ert að nota hana.

Meira afl, meiri afköst

Ég er sjálfur með þetta í gangi á þremur tölvum hjá mér og er með frekar advanced uppsetningu en flestir myndu gera, en það er ekkert að því að vera bara með þetta í gangi á einni borðtölvu eða einum laptop. Margt smátt gerir eitt stórt!

Yfirlit yfir mínar vélar sem keyra Folding@home

By Axel Rafn

Photographer based in Iceland. Travels all over the country in search of faces, landscapes and happiness.