Linux, Nörd

Lágt volume í Ubuntu 20.04

Borðtölvan hérna heima keyrir dual boot á milli Windows 10 og Ubuntu 20.04.1LTS.
Þegar ég hef verið að flakka á milli kerfa þá heyri ég alltaf mikin mun á hljóðstyrk, í Windows er allt mikið hærra og ég get blastað vel í headphone’unum mínum ef það er gott lag sem ég er að hlusta á en í Ubuntu hefur 100% hljóðstyrkur alltaf verið frekar lágt, álíka og kannski 40% í Windows. Samt er volume hjá mér í Ubuntu stillt á 100%. Eftir að hafa kannað þetta aðeins fann ég lausnina á þessu.

Stýrikerfið og tölvan

Hér eru smá upplýsingar um tölvuna og stýrikerfið sem ég er að keyra.

USB Headphone

Ég er með Sennheiser GSP350 headset sem aðal hljóðgjafa hjá mér, nema þau einstaka tilfelli sem ég tengi tölvuna við soundbarinn við sjónvarpið ef maður er svo góðu skapi að maður vill dilla sér aðeins 😉
Ég var hreinlega ekkert búinn að pæla í því að það gæti verið að valda einhverjum vanda í þessu. Master volume er jú alltaf master volume er það ekki?

Sér hljóðrás

Nei, eftir að hafa opnað alsamixer í terminal þá fann ég fljótt út að það er sér hljóðrás fyrir headphone’in sem heitir “headset” og það var rétt stillt á 23% þegar ég opnaði mixerinn fyrst þarna.
Þannig að lausnin var að setja bæði PCM og Headset í 80% og þá er ég farinn að fá álíka hljóðstyrk og ég er að upplifa í Windows.

Hvernig ég gerði þetta

Til að gera þetta varð ég fyrst að opna alsamixer’inn en þá tók þessi skjámynd á móti mér.

Þarna sést að það eru engar hljóðrásir á völdu device’i. Þar sem þetta er default device’ið þá er það svo sem ekkert skrítið, ég ýtti þarna á F6 og valdi headset’ið úr listanum þar.

Þá breyttist valmyndinn og ég gat séð þær hljóðrásir sem tengjast því device’i. Þá var ekkert mál að velja fyrst PCM hljóðrásina, færa hana upp í 80% og svo sömuleiðis Headset hljóðrásina.

Þannig að nú sit ég með Alien Weaponry að blasta á Spotify og brosi hringinn.

By Axel Rafn

Photographer based in Iceland. Travels all over the country in search of faces, landscapes and happiness.