Greinar, Linux, Nörd

Ást á Linux að aukast aftur

Fyrst maður má ekkert ferðast og á að halda sig heima, þá hefur tími minn fyrir framan tölvuna aukist verulega. Sem og með önnur snjalltæki á heimilinu. Við höfum verið að horfa meira á YouTube, Netflix og Amazon Prime Videos en áður og ég hef fundið fyrir gamla góða nördanum í mér klóra sig upp úr brunninum sem ég hafði víst hent honum ofan í.

Ubuntu Linux

Ég hef lengi vel notað Ubuntu Linux á bæði borðtölvuna hjá mér sem og PC fartölvuna mína. Bæði Windows og Linux hafa lifað hlið við hlið, en þá hefur alltaf verið gott að geta skotist í Linux aftur og aftur og fengið smá frí frá Windows, þar sem ég notast við Windows til að vinna myndirnar mínar þegar ég hef verið í tökum. En þökk sé Covid (silver linings sko..) þá hef ég minna þurft á að vera í Windows og því hef ég farið að eyða meiri tíma í Linux.

Ég hef undanfarin ár mest bara verið með standard Ubuntu distro’ið og verið sæmilega sáttur við það, en það þýðir samt ekki að ég vilji ekki eitthvað nýtt líka. Sem er það sem gerir Linux svo dásamlegan, þú getur skipt á milli gluggakerfa (Window Manager/Desktop Environment) eins og engin sé morgundagurinn.

Ubuntu er líka til í ýmsum “flavors”, þeas. að kerfið er sett upp með mismunandi WM/DE í grunnin. Ubuntu er standard að nota Gnome 3, svo eru til KUbuntu sem notar KDE, XUbuntu sem notar XFCE ofl ofl. Í heildina eru viðurkennd kerfi um sjö minnir mig.

Ubuntu Budgie

Þá kemur að því sem kveikti í mér mikin eld, gluggakerfið Budgie sem og Ubuntu Budgie útgáfan. Ég var eitthvað að skoða um daginn önnur glugga umhverfi og sá þá þetta kerfi í fyrsta skiptið, það má vel vera að ég hafi séð nafnið áður en eitthvað olli því að ég ákvað aldrei að skoða það almennilega fyrr en nú um helgina síðustu. Og vá hvað ég féll.

Kerfið er held ég byggt á Gnome 3 en er samt sett svo einfaldlega upp að það hálfa væri nóg.

Ég byrjaði að setja kerfið upp á Lenovo T470 vélina mína, clean install yfir gamla Ubuntu 20.04.1LTS sem var á vélinni. Þannig bæði uppfærði ég í 20.10 útgáfuna af Ubuntu og var í þokkabót með Budgie inni sem standard.

Skjáskot af netinu

Fyrst af öllu er bara viðmótið þegar þú ert að innskrá þig, það er allt svo.. já. Á ensku væri hægt að segja að “it’s so airy and I feel I can breathe easier“. Ég get eiginlega ekki fundið réttu orðin á íslensku til að lýsa því hvernig mér leið þegar ég sá það fyrst.

Allt gekk eins og smurt við uppsetinguna, ekkert vesen með neinn vélbúnað, standard Ubuntu upplifunin af því ferli. Eina sem ég get fundið að uppsetningunni er að widget’ið sem er á skjáborðinu birtir allt nema dag mánaðar, en ég er að skoða hvernig ég get lagað það.

Á borðvélinni, sem er með tvo 24″ skjái þá lítur kerfið út svona.

Skjáskot af borðtölvunni minni

Ég gjörsamlega elska hversu lítið og þægilegt allt er, snyrtilegt og sætt. Icon’in sem eru notuð by default eru ferlega lík eldri Gnome 2 icon’um en ég er þó búinn að leika mér með ýmsar stillingar og hef breytt þeim aðeins sjálfur.

Allt virkar eins og smurt og ég er ekki frá því að andleg heilsa hafi tekið stórt stökk til hins betra. Hugbúnaður og tölvurnar í heild sinni keyra mun betur en í Windows.

Let the good times roll!

By Axel Rafn

Photographer based in Iceland. Travels all over the country in search of faces, landscapes and happiness.