Skip to content

Fólk(sögur)

Fólk

Ég er að setja saman seríu þar sem ég fæ til mín einstaklinga í viðtal um sitt líf og það sem það hefur gengið í gegnum á sinni ævi.
Það skiptir engu hver viðkomandi er, ég vil ræða við alla og engan.

Viðtalinu er þannig háttað að við setjumst niður og förum yfir ævi viðkomandi, heyrum sögur af ást, sorg, gleði og reiði. Öll höfum við sögur að segja, en fáir fá að heyra. Við erum oft of lokuð af með minningarnar okkar og mig langar að breyta því. Viðtalið verður tekið upp á vídeó og við notum míkrafóna til að ná góðu hljóði. Sum viðtöl geta verið 15 mínútur, önnur geta farið upp í 6 klst ef út í það er farið. Það fer bara eftir hversu viljugur viðkomandi er og hvernig flæðið gengur í hverju viðtali fyrir sig.

Eins og er þá er ég að safna nöfnum á manneskjum sem ég gæti haft samband við til að bóka fund með yfir kaffi þar sem frum-viðtalið fer fram, þar sem ég kynnist manneskjunni lítillega og við sjáum hvernig gengur.

Ef þú hefur áhuga eða veist um einhvern sem hefur áhuga á að ræða við mig og taka þátt í þessu, um að gera notaðu formið hér til hliðar til að senda mér línu svo að ég geti haft samband og við byrjað að koma einhverju niður á blað.

Hvert og eitt viðtal verður hýst á síðunni hjá mér og mögulega á YouTube til að hver sem er geti hlustað og horft á. Ég er ekki að þessu til að græða neitt, heldur bara að festa sögur og minningar svo að aðrar kynslóðir geti séð og heyrt hvaða fólk var á undan þeim.