Módel í fast samstarf

Hefur þú áhuga á ljósmyndun og módelstörfum? Hefur þú gaman af fá fallegar myndir af þér prentaðar út? Átt þú frjótt ímyndunarafl sem fær góðar hugmyndir reglulega? Þá er ég að leita að þér!

Mig vantar að finna hinn helminginn af listamanninum mér. Módel sem hefur brennandi áhuga á að læra, sitja fyrir og hafa gaman af ljósmyndun.

Gott dæmi um hverju ég er að leita að er samband Bec og Peter sem hægt er að sjá eitt vídeó frá hér að neðan.

Mig vantar ss. hinn vitleysinginn í stúdíóið með mér sem er til í að prófa allskonar vitleysu og tilraunir. Ef þú hefur áhuga, langar mig endilega að biðja þig um að senda mér línu í forminu hér að neðan.

Ástæða þess að beðið er um fyrstu 6 í kennitölu er til að tryggja að allir umsækjendur séu með aldur til, þeas. séu orðnir 18 að lágmarki.

Í reitinn um þig má setja allskonar, það má vera linkur á Instagram, Facebook, Model Mayhem síðuna þína eða bara almenn lýsing á þér.