Um mig

Ég er faðir, ljósmyndari, forritari og svona almennur nörd sem hefur áhuga á öllu og engu og elskar að læra nýja hluti!

Ég hef braskað í WordPress í mörg ár, bæði sem forritari á viðbótum og þemum fyrir það og að þjónusta ýmsa einstaklinga, fyrirtæki og samtök með það.

Ég á og rek CREO Ljósmyndastofu sem hefur ljósmyndastúdíó hér á Akranesi þar sem ég bý. Ég er mest í að ljósmynda fólk ásamt heimildarljósmyndun, þar á meðal brúðkaup, veislur og viðburðir.

Fine art, landslag og náttúra eru svo einnig á listanum yfir þá ljósmyndastíla sem ég er fylgjandi og reyni alltaf að gera meira af.

Árið 2018 hóf ég einnig að sinna ljósmyndun í svokölluðum boudoir stíl undir nafninu Boudoir á Íslandi, en það er stíll sem ég hef lengi haft áhuga og ánægju af. Ég hreinlega elska að láta fólki líða betur en það gerir í raun gerir í sínu daglegu lífi og með myndavélunum og linsunum mínum tekst mér að gera einmitt það. Ég elska að fá viðbrögð frá kúnnum og þakkir þeirra fyrir að sýna sér hversu vel þeir geta litið út.

Meðal áhugamála hjá mér eru ferðalög ofarlega á lista þó ég hafi ekki verið nógu duglegur í gegnum árin að fara erlendis, en það vonandi rætist meira úr því þegar ég verð “fullorðins”.

Hálendi Íslands á hjarta mitt og ég reyni að verja eins miklum tíma þar og ég get.