Andlit fólksins

Andlit fólksins

Þetta er 100 andlita verkefnið mitt, ég þykist vita að það hafa allir með tölu sem kalla sig ljósmyndara gert slíkt verkefni, en það er ekkert sem segir að ég megi ekki vera memm!

Ég er að leita að 50 konum og 50 körlum sem vilja leyfa mér að mynda andlitið á sér, við getum gert það hvar sem er, myndirnar þurfa ekki allar að vera eins eða á sama stað. Mig langar að mynda þig þar sem þú vilt eða þar sem þér líður vel.

Ég get komið hvert sem er, með myndavélina og myndað þig.

Ef þú hefur áhuga á að leyfa mér að bæta þínu andliti í safnið, hafðu samband við mig og við finnum tíma til að smella af.

Allir sem taka þátt fá að sjálfsögðu myndina sína útprentaða á fallegan og vandaðan pappír. Má meira að segja vel vera að ég innrammi þína?